Blandað í svartan dauðann

„Þetta kvenfólk, kvað það er skrýtið. Að hún skuli geta látið hann vera að hnoða sig. Svei mér ef mann klígjar ekki. Sjá hann þjóta upp bryggjuna eins og lífið lægi við. Sá held ég hafi komið við hana! Ég vildi bara að ég ætti annað eins atkvarf. Maður hefur ekki svo sjaldan maðkað sig á beddanum hjá henni í landlegum, látið fara vel um sig hjá henni í velgjunni og drukkið úr mörgum bollanum. Ég man þegar ég var þar um jólaleytið að glápa á hana. Það var notalegt og hlýtt hjá henni eins og vant var. Flugnasuð og snark í eldavélinni og ýngsti króinn var að skríða fram á gólfið hjá henni. Já, gott væri að vera eins og maður og eiga kvinnu og nokkra gríslinga. Það er munur en að vera alltaf í suddanum. Kvað um það, kötturinn var að mala undir eldavél og maður var eins og um borð, þurfti aldrei að vera með pjatt hjá henni og hrækti í kattarskálina, velti sér svo á beddanum hjá konunni, horfði á hana framí ráskinu og Stjáni hafði skroppið eittkvað frá í bili. Skyldi hann nú hafa komið nálægt henni! Alveg gengur fram af manni að hugsa um kvað þetta kvenfólk er tjúllað öðrum þræði, þótt þetta séu fremur englar en mannlegar verur. Að hún skuli leggja elsku á hann Stjána, það gengur alveg fram af mér. En það er nú samt ekki um að villast…“

Steinar Sigurjónsson 2008. Blandað í svartan dauðann, bls. 40

Ein athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s