Niðurskurður

Langflottastur

Menntaskólinn í Kópavogi

Í Menntaskólanum í Kópavogi eru einstaklega góðir kennarar með mikinn metnað og trausta þekkingu á sínu fagi. Löngum hefur raungreinakennslan verið eitt af flaggskipunum, kennararnir reyndir og vinsælir, aðstaðan til fyrirmyndar og nemendur fá 2 verklega tíma aukalega í hverri viku til að gera tilraunir í eðlis- og efnafræði, líffræði og náttúruvísindum. Nemendum MK hefur vegnað mjög vel í raunvísindum á háskólastigi. En nú er komið að því að spara enn og aftur í MK, okkur er uppálagt að skera niður um 23 milljónir á þessu ári. Þar sem búið er að halda skólanum í helgreipum árum saman er ekki af miklu að taka en viðbúið er að þessir verklegu tímar verði meðal þess sem verður látið fjúka. Það er veruleg eftirsjá að þeim en það er sárt þegar maður veit að sama upphæð verður sett í að borga einhverjum embættismönnum blóðug biðlaun eða starfslokagreiðslur þegar þeir eru látnir fara vegna vanrækslu sinnar, græðgi og sérgæsku.

2 athugasemdir

  1. niðurskurður, niðurskurður og aftur niðurskurður alls staðar, allir þurfa að taka á sig hlutdeild í timburmönnum útrásarvíkingana ! Við vitum að ekki er keypt meira til heimilisins en buddan leyfir, þegar harðnar í ári er minna að bíta og brenna. Er ekki hægt að finna eitthvað sem bitnar ekki beint á heimilum í landinu ?

  2. Ummmm.. ertu galin Gunna mín, ekki förum við að skerða biðlaun og starfslokagreiðslur hinna háu herra, þeir verða að eiga fyrir hrísgrjóum í grautinn sinn. Nei heimilin í landinu og framtíðarþegnar þessa lands skulu sko borga eins og ávallt.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s