Land tækifæranna

„Kjósa? Um hvað? Milli hverra?“ Hann saup á bjórnum og hvessti augun á Árna. „Hvernig dettur þér í hug að það skipti einhverju andskotans máli hverjir sitja í þessum sirkús þarna niðrá Austurvelli? Kommon, ég hélt að það væri einhver smáglóra í hausnum á þér strákur. Í gær vorum við evríboddís darling og höfðum það fínt. Í dag erum við trítuð eins og pestin allstaðar í heiminum og höfum það skítt. Heldurðu að þetta heilalausa sjálftökulið þarna á þinginu breyti einhverju um það? (…) Ekki var hægt að opna blað, kveikja á útvarpi eða sjónvarpi eða vafra á Netinui án þess að fá kreppuna beint í andlitið. Það var ekki einusinni skjól í skáldsagnaheiminum, ef hann hafði skilið það rétt var von á krimma rétt fyrir jólin sem snerist meira og minna um þetta helvíti. Hvaða endemis bull var það? Þegar hann las skáldsögu ætlaðist hann til að fá frið fyrir raunveruleikanum rétt á meðan, það hlaut að vera lágmarkskrafa, fjandakornið?“ (116)
Skemmtilegur samtímakrimmi með kaldhæðnum titli, blóði drifinn og miskunnarlaus, vel skapaðar persónur, góð samtöl og spennandi framvinda. Útrásarvíkingur finnst myrtur, Pólsk mafía teygir krumlurnar til Íslands (ég missti reyndar þann þráð fljótlega), kreppan í algleymingi og landabrugg er blómleg atvinnnugrein að nýju. Ævar Örn Jósepsson (Poppkorn ´86, Blóðberg, Svartir englar o.fl.) er frábær krimmahöfundur, með puttann algjörlega á púlsinum.

3 athugasemdir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s