Fyrir frostið

Rannsóknarlögreglumaðurinn geðstirði, Kurt Wallander, fær liðsauka frá Lindu dóttur sinni í nýjustu bók Henning Mankells, Fyrir frostið ( Innan frosten kom út 2002 í Svíþjóð en 2008 hér á landi, hvaða seinagangur er það eiginlega?) Linda litla ætlar líka að verða lögga og er sannarlega betri en enginn, bráðskörp og hugrökk kona. En þarf hún ekki bara að fá sinn eigin bókaflokk? Sagan er alltof löng og langdregin, undarlegar þýðingar á stöku stað og óskipuleg greinaskil í samtölum en spennan er vissulega til staðar og karakterarnir áhugaverðir þótt þeir séu orðnir frekar fyrirsjáanlegir, löggurnar stressaðar og glæponarnir snarklikkaðir trúarofstækismenn. Wallander hefur verið í betra formi, ég vil meira af honum og minna af Lindu.

2 athugasemdir

  1. Ég man einmitt eftir því þegar þessi bók var að koma út í Svíþjóð. Fékk hún ekki sína eigin sjónvarpsþætti eða eitthvað? Eða var hún bara í Wallender þáttunum?

  2. Hitti mömmu þína um daginn og hún sagði mér að Wallander væri stundum sýndur í ríkissjónvarpinu. Hafði ekki hugmynd um það! Ætla sko ekki að missa af næsta þætti. Linda má fara í rass og rófu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s