Segðu mömmu að mér líði vel

Skyldi Gandri  hafa notað svona fallega ritvél?

Skyldi GAndri hafa notast við svona fallega ritvél?

„Ástin læðist. Skjálfandi niður stigann sem marrar í líkt og í kveðjuskyni, framhjá svefnherberginu þar sem hjónin hrjóta í eindrægni… – framhjá Borgundarhólmsklukkunni með sínum afmörkuðu stundum, framhjá eldhúsinu sem angar af kjötsúpu og mjólk í gömlum tuskum, framhjá hneyksluðum stólum og hnýsnum glerdýrum, framhjá tuttugu og átta hekluðum dúkum sem bíða notkunar prúðir og undirgefnir, framhjá sperrtum sófa með nýju rósamynstri. Ástin læðist framhjá hundunum í forstofunni sem lyfta haus í virðingarskyni og horfa snortnir á eftir henni; framhjá stígvélum, úlpum, reiðtygjum, snærishönk, veiðistöng, byssuhólk, skeifum; framhjá spariskóm og skáldkonukápum, yfir þröskuld og út á tröppur – út á stétt og út á tún og bak við fjós þar sem júnínóttin bíður spennt“ (119).
Einstaklega hugljúf saga og fallegur texti eins og Guðmundur Andri er þekktur fyrir. Margar persónurnar eru í fjarlægri fortíð sem vekur nostalgískar kenndir. Sagan snýst um ást og sorg og gleði. Ljóðrænn texti, vísanir, nostrað við orðin, söknuður eftir horfnum tímum svífur yfir vötnum. Doldið antíklæmax í restina, bjóst við meira drama en er samt mjög sæl með bókina (kápan er gaga).

3 athugasemdir

  1. Hef verið að hugsa meira um þessa bók, það er fullt af tónlist í henni. Það er kannski ekki alveg antiklæmax í restina, meira svona óvæntur endir, sem er alveg í takt við söguna og gefur von um bjarta framtíð. Sögumaður er einstakt ljúfmenni sem á svo sannarlega allt gott skilið. Ég hefði samt viljað sjá aðeins meiri átökí textanum þótt flottur sé, er strákurinn ekkert skemmdur af uppeldinu? Jú, hann er bældur og uppburðalítill (voða margir karlmenn í nútímaskáldsögum bældir), býr hjá pabba… Þessi bók vekur hjá mér tengingu við Snarkið í stjörnunum eftir Jón Kalman, hann er líka einstaklega hagur orðasmiður og skáld gott.

  2. Mér þótti bókin afar þægileg og mér leið vel þegar ég las hana – gott að þesa eitthvað ljóðrænt og fyndið eftir alla þessa íslensku krimma sem tröllríða þjóðinni og svo er bara ekekrt varið í þá en maður les þetta samt hver einustu jól…. meiri vitleysan ég segi það satt. Já, ég er aðdáandi Guðmundar Andra Thorssonar – þó ekki nema væri af því að hann er bróiðr Örnólfs sæta.

  3. þessa verð ég að lesa, – ákaflega ljóðræn og myndræn lýsing þegar ástin yfirgefur húsið…..hvert fór hún….kom hún aftur ???

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s