Árskort í Hreyfingu

Við Sossa keyptum árskort í Hreyfingu og höfum spriklað þar til málamynda. Nú er árið liðið í aldanna skaut og ég sá í hillingum að ég mundi losna við tæpan 6000 kall af vísakortinu um mánaðamótin. En nei, þá er smátt letur í samningnum og þrír mánuðir bætast við nema ég rifti samningi og greiði riftunargjald! Þetta segir í bréfi frá þessum ræningjum: „Samningur þinn við Hreyfingu er undirritaður: 31.03.08 til 12 mánaða og með 3 mánaða uppsagnarfrest. Binditíminn er til : 31.03.09. Berist uppsögn fyrir 14. dag mánaðar gildir hún frá 1. degi næsta mánaðar á eftir. Telst sá mánuður sá fyrsti af þrem. Uppsögn þín telst frá og með 01.04.09 og verður kortinu þínu lokað 30.06.09. Ef þú kýst að rifta samningi þínum áður en binditíma er lokið þarf að greiða kr. 5.279,- í riftunarkostnað í síðasta lagi 17.03.09. Þá verður korti þínu lokað 31.03.09. … Þegar gengið hefur verið frá riftun munt þú fá staðfestingu á tölvupósti frá samningar@hreyfing.is. Við viljum líka benda þér á að hægt er að framselja samninginn til annars aðila fyrir 5000 kr.“

Hvað finnst ykkur um þetta? Ég er náttúrulega sauður að lesa ekki samninginn almennilega en hvernig á maður að búast við þessu? Hefði ekki verið lágmarkskurteisi og gúddvill við kúnnann að vekja athygli hans á þessu og benda honum á í tíma að segja þyrfti upp árssamningi eftir 9 mánuði? Að árskort sé óvart rukkað í 15 mánuði? Er ekki bara verið að ræna mann og féfletta?

11 athugasemdir

 1. Algjörlega ótækt með öllu. þetta er allt upp á sömu bókina…… Láttu nú í þér heyra og hafðu samband við dr. Gunna.

 2. Sæl frænka.

  Ég þóttist hafa lært það í minni lögfræði að það væri hæpið að svona smáaleturs samningar stæðust íslensk lög; þó þau geri það kannski í Bandaríkjunum. Allir vegaslóðar útaf venjulegum viðskiptaháttum þurfa að vera sérstaklega upplýstir hinum almenna neytanda osfrv osfrv.

  Ég held þú myndir vinna dómsmál. Neytaðu að borga!

 3. Ég hafði samband við Landsbankann, sem hefur „þjónustað“ mig í áratugi, og tilkynnti að ég vildi alls ekki láta taka þessar 3 greiðslur til viðbótar af vísakortinu mínu, ég hygðist ekki greiða meira í Hreyfingu en árið og alls ekki eitthvað riftunragjald. En nei, það er einungis á valdi Hreyfingar að segja til hvenær nóg er komið af úttektum á mínu vísakorti. Það þarf að koma beiðni þaðan um að stöðva greiðslurnar. Ég hef ekkert um það að segja!

 4. Svívirðilegt helvítis fokking fokk.. Dr. Gunni, Neytendasamtökin, ráða lögfræðing það er til nóg af þeim.

 5. Einusinni var sungið: „We don’t need another hero“ en það var áður en Mel Gibson hataði Gyðinga. Ég er hinsvegar á því að framtíð samfélagsins séu hetjur hversdagsins. Þú ert ein slík. Skoðaðu einnig þetta:

 6. 2 kostir í stöðunni:

  1. Fara í hart og láta kvikindin skilja að þú ræður nú líklegast yfir þínu visa-korti!
  (Sálin hagnast)
  2. Kyngja stoltinu og sprikla bara í 3 mánuði í viðbót.
  (Líkaminn hagnast)

  Ef kostur 2 er valinn skal reyna eftir megni að ganga sóðalega um; dæla sápu (sem Hreyfing á) á gólfið, pissa út fyrir og ekki sturta niður, skilja hárblásara eftir í gangi helst þannig að þeir skemmi eitthvað, reka sig „óvart“ utan í hluti sem detta niður og brotna, pissa í heita pottinn osfrv,osfrv.
  (Líkami og sál hagnast)

 7. Áfram Steina ! Ég ákvað að láta kúga mig og tók kost 2 og pissaði í heita pottinn á föstudaginn. Nú ætla ég að hætta með þessi helvítis Kreditkort maður
  þarf að muna allt fyrir fram ! of sein smeð stöð tvö svo ég sé engan sparnað fyrr en á haustdögum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s