Sjáendur utangarðs

„Á sviði efnishyggju snúast í þjóðlífinu tveir kólfar hvor um annan, sjálfstæðismenn sem lýsa því yfir að höfuðviðfangsefni þeirra sé að berjast gegn jafnaðarmönnum (…). Jafnaðarmenn telja höfuðviðfangsefni sitt að uppræta íhald – stjórnmálaflokk sem var lagður niður í landinu 1929. Hvorugur þekkir sjálfan sig af þeirri mynd sem andstæðingurinn bregður upp af honum. Báðir beita líkum aðferðum til að vera sér úti um lífsbjörg í þeirri veiðistöð sem þeir þekkja eina, lokaðir inni í leikgrind málfars em alvaran hefur étist innan úr“.

Svo ritar Þorsteinn Antonsson (f. 1943) í grein sem heitir „Íslenskt þjóðlíf og bókmenntastofnunin“ í bókinni, Sjáendur og utangarðsskáld (1985) sem ég keypti á bókamarkaðnum í Perlunni um daginn á 290 krónur. Skemmtilegar greinar um bókmenntir eftir kallinn, honum ratast víða satt á munn og ótrúlegt að sjá að sömu draugar eru á ferð í bókmenntastofnuninni og pólitíkinni síðan á níunda áratug síðustu aldar. Ég minnist þess að lærifaðir minn í bókmenntum í háskólanum, Matthías Viðar Sæmundsson (1954-2004), las eitt sinn upp úr persónulegu bréfi frá Þorsteini í kennslustund við mikinn fögnuð. Báðir sjáendur og utangarðs.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s