Íþróttir

Við frænkur og vinkonur, Unnur, Odda, Sossa og Hella, gengum á Helgafellið í dag í blíðskaparveðri, 4,25 km alls og tók tæpa tvo tíma. Íþróttaafrekum mínum fer fjölgandi, á skírdag gengum við Brynjar alllengi með hundinn við Kleifarvatn og á annan í páskum fórum við systur í Elliðaárdalinn og þrömmuðum 5 km. Svo löbbum við Arwen á hverjum degi a.m.k. 1-2 km. Í mínum uppvexti var ekki mjög hvatt til íþróttaiðkunar en öllu meira til bóklestrar og menntunar. Pabbi var alltaf léttur á sér og liðugur þegar hann var ungur, lék sér að því að ganga á fjöll, renna sér á skautum og skíðum og keppa í fótbolta án þess að blása úr nös. Mamma stundaði aldrei neina markvissa líkamsrækt en var alltaf vel á sig komin en sjálf var ég alltaf rýr og föl, kýrstirð og léleg í leikfimi. Ég var hrædd við bolta, óttaðist að beinbrotna við að stökkva yfir kubbinn/kistuna eða hestinn (sem er fáránleg og hreinlega hættuleg leikfimiæfing), mér fannst dýnan hörð og vond lykt af henni, gat ekki klifrað í köðlum og fannst óþægilegt að svitna. Alltof  lítil fjölbreytni og sveigjanleiki er í íþróttakennslu á Íslandi enn þann dag í dag, amk. í þeim skólum sem ég þekki til, en ég held samt að hesturinn sé úr sögunni og ekki er vel séð lengur að láta foringja kjósa í lið þar sem hinir feitu og einmana voru alltaf kosnir síðastir, niðurlægingin algjör.

Ein athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s