Bjöguð enska Lúdmílu

 

Bjöguð eða brotin enska?
Grimmur farsi

 Ég gafst eiginlega upp á Bjöguð enska Lúdmílu eftir DBC Pierre, eða réttara sagt las seinni partinn afar hratt og skrykkjótt. Fyrir utan steikt samtöl með framandi orðatiltækjum og afskaplega frumlegum líkingum, stórklikkaða karaktera og hrjóstugan stíl var grimmdin og ofbeldið einhvern veginn farsakennt. Það skrýtna gerðist þegar kápan var hönnuð að „Bjöguð“ breyttist í „Brotin“ (á ensku heitir bókin Ludmila´s Broken English), harla óvenjulegt en því var reddað með lausri kápu. Það breytir því ekki að innihald bókarinnar er svæsið torf en sagan ýtir við manni; lýðræði og mannréttindi eru ekki alls staðar í heiðri höfð í heiminum og oftast eru það konur, börn og lítilmagnar sem fara verst út úr stríðsátökum.

4 athugasemdir

  1. Verð aðeins að tjá mig meira um þessa furðulegu bók. Sagan gerist að hluta til í Rússlandi þar sem stríðsátök óg skæruhernaður til margra ára hafa eytt upp landi og fé, fólkið er eigna- og avinnulaust, neyðist til að éta skepnurnar til að halda lífi, húsakynni ekki annað en kofar og ísköld hreysi, fjölskyldur sundrast, skrifræðið er risabákn sem lætur eins og ekkert sé, engin virðing borin fyrir neinu enda fátæktin hrikaleg og hver sjálfum sér næstur. Lúdmíla sem „óvart“ drepur afa sinn þegar hann reynir að nauðga henni, reynir að gera það besta úr aðstæðunum en alls staðar eru gráðugir kallapúngar sem vilja hafa not af henni. Sagan gerist líka í London þar sem tvíburarnir Bunny og Blair, sem ólust upp á hæli, voru samvaxnir en hafa nýlega verið aðskildir, eru að fóta sig í lífinu. Leiðir þeirra liggja til Lúdmílu, s.s. algerlega klikkað!

  2. Ætli þetta sé svo ekki bara allt byggt á sannsögulegu, raunveruleikinn furðulegri en flest fiksjón…Er nú að lesa Varginn sem mig minnir að þú hafir gefið góða dóma, hún er fantagóð en orðin eitthvað laus í reipunum núna á síðustu metrunum. Það er bara svo storskemmtilegt að lesa svona um íslenskan veruleika, fólk fer í Samkaup og kaupir sér samloku með baunasalati eða eitthvað. Maður biður ekki um mikið…

  3. Úff… ég er að berjast í gegnum þessa bók núna, er rúmlega hálfnuð svo ég nenni ekki að hætta í miðjum klíðum en mér finnst þetta ekkert svakalega skemmtileg lesning!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s