Kardimommubærinn

Ræningjar og vinnandi stéttir

Ræningjar og vinnandi stéttir

Pabbi bauð okkur dætrum sínum og barnabörnum á Kardimommubæinn í gær í Þjóðleikhúsinu. Sýningin var litrík og búningar fallegir en það vantaði einhvern neista í leikinn, fannst mér. Erfitt var að heyra orðaskil í söngvunum. Þýðinguna hefði líka mátt uppfæra aðeins hér og þar (hver fer að kaupa „bauta“ nú á dögum?). Við sátum á svölum, vorum doldið langt frá sem e.t.v. spilaði inn í hversu torvelt var að ná góðu sambandi við leikritið. Það var mikil kliður í salnum í ungum áheyrendum sem lifðu sig inn í leikritið (eða ekki) en foreldrar virtust ekki gera við það nokkra athugasemd eða reyndu a.m.k. ekkert að sussa á þá. Liður í því að ala upp unga leikhúsunnendur hlýtur að vera að láta þá halda sig á mottunni meðan á sýningu stendur og trufla ekki aðra gesti. Kardimommubærinn er nú sennilega sísta stykki Egners þótt persónurnar séu skemmtilegar, t.d. ræningjarnir  sem lengi höfðu ruplað frá alþýðu bæjarins því þeir nenntu ekki að vinna sjálfir og þeir komast upp með það lengi vel, hin skapstirða Soffía frænka sem segir körlum til syndanna en þagnar þegar hún fær einn í bólið til sín og Bastían bæjarfógeti, sem virðist vera einstakt ljúfmenni en horfir fram hjá glæpum ræningjanna og vill í rauninni ekki taka á neinum málum. Sögulokin eru þau að ræningjarnir snúa frá villu síns vegar (þegar upp um þá kemst) og verða svo hinir nýtustu menn. Skyldi það gerast með ræningjana á Íslandi?

Ein athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s