Kertin brenna niður

Bláu kertin brenna niður á einu kvöldi

Stétt og heiður, vinátta, traust og ást

Í kvöld er árshátíð leshringsins ógurlega, haldin heima hjá Þorfinni sem er höfðingi og ástríðukokkur. Þemað er ungverskt, eplasúpa, liptauer ostur, paprikukjúklingur, huniyaditerta og tokai en hringslimir skipta með sér að koma með réttina. Bók kvöldsins er Kertin brenna niður eftir Sándor Márai (1900-1989). Afar dramatísk saga um vellríkan og einmana hershöfðingja af aðalsættum og vin hans, fátækan bóhem, sem hittast eftir 40 ára aðskilnað til að gera upp fortíðina en vinurinn hafði haldið við konu hershöfðingjans. Vinurinn stakk af frá öllu saman en hershöfðinginn hunsaði konu sína árum saman, hún tærðist upp og dó. Sagan er að mestu samtal þeirra félaga eina kvöldstund meðan kertin brenna niður. Sándor Márai flúði Ungverjaland kommúnismans á sínum tíma en er talinn með helstu rithöfundum Austur-Evrópu. Árið 2006 var þýðing Hjalta Kristgeirssonar úr ungversku tilnefnd til íslensku þýðingarverðlaunanna (en Rúnar Helgi Vignisson hreppti þau fyrir Barndóm eftir J. Coetztee).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s