
Hvor vinnur?
Á föstudagskvöldum mæni ég á Idolið, það er notaleg stund með teppi og nammi. Þátturinn er ágætis afþreying, dómnefndin bráðfyndin og ég læt Jóa og Simma ekki einu sinni fara í taugarnar á mér. Lengi vel batt ég mestar vonir við Matta, hann hafði stuðið í sér og sjarmann í botni. En svo var eins og hann nennti þessu ekki, neistann vantaði og hann féll úr keppni vonum seinna. Stelpurnar í keppninni hafa verið áberandi betri en karlpeningurinn, lengi voru 3-4 strákar með sem ekki komust með tærnar þar sem stelpur, sem ekki komust svona langt, voru með hælana. Anna Hlín var í uppáhaldi hjá mér frá fyrstu stund. Hún er algjör náttúrutalent, bráðfalleg og syngur með sínu nefi. Lísa er hörkugóð en syngur eins og hver önnur. Mér finnst að keppendurnir í heild séu ekki eins góðir og oft áður. Kannski er markaðurinn mettaður, hversu marga snilldarsöngvara og tilvonandi poppstjörnur geta leynst meðal svo fámennrar þjóðar?
Ég held með Önnu Hlín, hún gerir lögin að sínum og tók snilldarlega Abba lag um daginn, ….Dont go wasting my emotion …ógleymanlegt!
Ég held líka með Önnu Hlín, en hún var nú eitthvað að spara sig síðast. Þarf að taka þetta með trukki í kvöld ef hún ætlar ekki að detta út!!
Hún þarf að fá að vera hún sjálf og láta ekki hárgreiðsludúddur og fríkaða fatastílista eyðileggja stemninguna.