Frændur og frænkur

Í dag hittumst við nokkur frændsystkini í Grasagarðinum. Yfirskriftin var þriðji og fjórði ættliður Holtunganna og var auglýst kyrfilega á Fasbókinni. Það var aldeilis huggulegt, mjög gaman að hitta frændsystkini sem maður þekkir lítið en sér samt ættarsvipinn á, t.d. Loka Björnsson sem er alveg eins og pabbinn, Ásrúnu Brynju sem er dóttir Ingvars Herborgarsonar og Herborgu systur hennar sem ég þekki ekkert en er nauðalík nöfnu sinni og ömmu, sömuleiðis var gaman að hitta Þórhildi sem er dóttir Harðar Harðarsonar. Ég lofa því hér með að þegar komið er handrið á svalirnar fínu verður Holtspartí hjá mér í Hrauntungunni, segi og skrifa. Látið það ganga.

5 athugasemdir

  1. Ásrún og Herborg eru dætur Ingu (Ingiríði) Þóris, og Þórhildur Jóns er dóttir Ingu Harðar 🙂 Kominn tími á nýtt niðjatal!?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s