Í dag hittumst við nokkur frændsystkini í Grasagarðinum. Yfirskriftin var þriðji og fjórði ættliður Holtunganna og var auglýst kyrfilega á Fasbókinni. Það var aldeilis huggulegt, mjög gaman að hitta frændsystkini sem maður þekkir lítið en sér samt ættarsvipinn á, t.d. Loka Björnsson sem er alveg eins og pabbinn, Ásrúnu Brynju sem er dóttir Ingvars Herborgarsonar og Herborgu systur hennar sem ég þekki ekkert en er nauðalík nöfnu sinni og ömmu, sömuleiðis var gaman að hitta Þórhildi sem er dóttir Harðar Harðarsonar. Ég lofa því hér með að þegar komið er handrið á svalirnar fínu verður Holtspartí hjá mér í Hrauntungunni, segi og skrifa. Látið það ganga.
held að Þórhildur sé dóttir Ingu Harðar…… þú verður samt að tjékka á því!
Ásrún og Herborg eru dætur Ingu (Ingiríði) Þóris, og Þórhildur Jóns er dóttir Ingu Harðar 🙂 Kominn tími á nýtt niðjatal!?
Fasbók er afskaplega vond íslenskun hvernig sem á það er litið.
Snjáldurskinna er ****/****.
Mbk,
Drengur
Allavega er kominn tími á partí, svo mikið er víst.
nú nú bara partý í uppsiglingu !