Leyndardómar Snæfellsness

Á GrundarfirðiFyrsta ferðalag sumarsins var á hið fagra Snæfellsnes. Dísin Arwen hegðaði sér mjög vel í ferðinni en vildi ekki éta matinn sinn, heldur kaus að ræna grillmat og eggjabrauði frá okkur ferðalöngunum. Fyrri nóttina var gist í Grundarfirði á fínu tjaldstæði þar sem var nóg pláss og snyrtileg salerni. Grundarfjörður er bæði fallegur og menningarlegur bær, þar er fínasta sundlaug, sólsetrið yndislegt og höfnin fögur. Á nesinu var mikil umferð um helgina og seinni nóttina gistum við á týpísku tjaldstæði við Arnarstapa þar sem úði og grúði af Íslendingum á risapallbílum með fjórhjól, kajaka, felli- og hjólhýsi fyrir milljónir, gaulandi slagara fram undir morgun. Við Arnarstapa er mikið fuglalíf og ég skil ekki í því hvað krían er þrautseig að koma þarna ár eftir ár eins og ágangurinn er á varpsvæðinu og sjófuglar hafa tæpast frið heldur fyrir glápi túrista.  Veðrið var yndislegt, ótrúlega hlýtt og milt og sólin bakaði okkur.  Inga fór á hestbak og í sund á Lýsuhóli eins og þaulvön sveitastelpa. Reisan endaði í Hyrnunni í Borgarnesi, með viðbjóðslegum hammara, á meðan átti Arwen að bíða í bílnum en gelti stanslaust og var við það að fá taugaáfall.

Þessi þrjú voru í framsætinu

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s