Tálknafjörður

 Á Lambeyri við Tálknafjörð er gömul hvalstöð, hlaðin úr múrsteinum, og standa 2-3 útveggir uppi ásamt heljarmiklum strompi. Við gistum þar eina nótt  (fengum til þess leyfi landeiganda en í raun er öllum heimil för um annars manns land og að tjalda til einnar nætur, skv. lögum). Brynjar tók þessa mynd af okkur Arwen, á móti sól með flassi. Daginn eftir hittum við Stefán Kristjánsson á Innari-Lambeyri, einsetumann og sérvitring, og áttum við hann fróðlegt spjall. Hann hefur m.a. sett subaruvél í trabant og hækkað hann upp, þessi bíll er vel gangfær en hefur ekkert verið hreyfður í sumar því það er þrastarhreiður í vélinni. Hann smíðaði hús sitt sjálfur og er að gera upp bíla og báta auk þess sem hann dútlar ýmislegt inni við, hugleiðir og spekúlerar. Hann hefur dregið sig í hlé frá skarkala heimsins, séð ljósið,  öðlast heimspekilega ró og innri frið. Kannski verður maður sjálfur einhvern tímann svona þroskaður.

4 athugasemdir

  1. Stefán átti gamlan Trabant með lélegri vél og gamlan Suzuki Fox með sundur ryðgaðri yfirbyggingu. Í stað þess að henda þessum tveimur bílum þá sameinaði hann þá í einn öflugan 4×4 Trabant jeppa.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s