Nú hefur mér tekist að búa til skjal og tengja við síðuna en það var aðallega þess vegna sem ég valdi að blogga á wordpress, skv. ráðleggingum Drengs tölvugúrús, síðla hausts 2008. Þetta er svo sáraeinfalt þegar maður fattar það að það er bara fyndið. Lesendur góðir, skoðið til gamans flokkinn Ferðasögur hér til hægri og smellið þar á Húsbílareisa 2008 en það er pdf-skjal! Þar eru hugleiðingar húsbílafreyju frá sumarfríinu í fyrra og myndir sem Brynjar tók.
Þú ert náttúrulega yfir meðallagi klár. Bættu því við yfir meðallagi góðar ráðleggingar og niðurstaðan verður a.m.k. í meðallagi.
En ferðasagan er dýrðin ein!