Niðjamót á Melgerðismelum

Um helgina var niðjamót í Brynjars ættlegg, haldið á Melgerðismelum í Eyjafirði. Þar voru samankomnir afkomendur Ágústs Ásgrímssonar (1911-1991 minnir mig) sem byggði og bjó í Aðalstræti 70 á Akureyri með konu sinni, Elísabetu Geirmundsdóttur , listakonu (sem teiknaði húsið) en hún lést úr krabbameini aðeins 44 ára að aldri. Þau áttu þrjú börn, Ásgrím ljósmyndara, Iðunni listakonu og Geir en hann lést 1990. Síðar kvæntist Ágúst Sigríði V. Rögnvaldsdóttur og átti með henni þá pörupilta Brynjar og Heiðar Inga. Þeir ólust svo upp þarna í innbænum, litlu stubbarnir, renndu sér á skíðum og skautum, stálu rabarbara og stukku í skafla ofan af  húsþökum… Það var kalt í veðri fyrir norðan um helgina en enginn lét það á sig fá, heldur var rölt upp að Borgarrétt með nesti, keppt í krikket upp á skrautrituð viðurkenningarskjöl, flugdrekar hafnir á loft og sungið við varðeld. Á laugardagskvöldið var hátíðarmatur, holugrilluð lambalæri, og þá sýndi Ásgrímur Ágústsson gamlar ljósmyndir af forfeðrum og ættingjum og fallega garðinum við Aðalstræti 70. Það er alltaf gaman að hitta skemmtilegt fólk, styrkja fjölskylduböndin og finna þegar samhljómur myndast um sameiginlegar minningar og fortíð.

Hópurinn við Borgarrétt

Hópurinn við Borgarrétt

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s