Þrisvar sinnum tvíburar

Ég var að lesa tvær bækur sem báðar eru um tvíbura. Önnur heitir einfaldlega Tvíburarnir og kom út 2007. Hún er eftir Tessu de Loo (f. 1946), hollenskan rithöfund  búsettan á Spáni. Þar segir frá tvíburasystrum, Önnu og Lottu, sem skiljast að þegar þær eru 6 ára, önnur verður eftir í Hollandi en hin flytur til Þýskalands. Heimstyrjöldin síðari brýst út og báðar ganga þær í gegnum miklar hörmungar. Þær hittast svo aftur á heilsuhæli á gamals aldri og þá er óumflýjanlegt að gera fortíðina upp. Fín saga, var kvikmynduð 2003. Hin bókin er frá níunda áratug síðustu aldar Á Svörtuhæð eftir Bruce Chatwin, efnilegan enskan rithöfund sem skrifaði bæði skáldsögur og ferðasögur, en lést tæplega fimmtugur úr eyðni 1989. Bók hans fjallar um tvíburabræðurna Lewis og Benjamin sem búa á afskekktum sveitabæ í Wales og foreldra þeirra. Þetta er ljúfsár saga, um átthaga, nostalgíu, glötuð tækifæri, bræðrabönd og kærleika. Svo var þáttur í útvarpinu í dag þar sem verið var að fjalla um snilldartónlist  blindu bræðranna úr Vestmannaeyjum, þeirra Gísla og Arnþórs. Smellpassaði í þemað.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s