Í hendi Guðs

„Cristiano greip lúku af sandi og hnoðaði úr honum bolta. „Það er alveg satt, maður hefur ekki frelsi til þess að skrifa það sem maður hugsar.“ Rino renndi að sér jakkanum. „Ekki minnast á frelsi. Það eru allir voða góðir í að tala um frelsi. Frelsi hér, frelsi þar. Fólk blaðrar um það í sífellu. En hvað í fjandanum er hægt að gera við þetta frelsi? Ef þú átt ekki peninga, hefur ekki vinnu, þá ertu frjáls eins og fuglinnn – en hvað áttu þá að gera við allt frelsið? Þú ferð burt. Og hvert ferðu? Og hvernig kemstu þangað? Rónarnir eru frjálsasta fólk í heimi og þeir frjósa við bekkina í almenningsgörðunum og drepast. Frelsi er bara orð sem er notað til að rugla í fólki. Veistu hversu margir bjánar hafa drepist fyrir frelsið án þess einu sinni að vita hvað það er? Veistu hverjir eru þeir einu sem hafa eitthvert frelsi? Það er fólkið sem á peningana. Það hefur það…“ Hann þagnaði og velti vöngum. Svo lagði hann höndina á öxl drengsins. „Viltu sjá hvernig mitt frelsi er?“ Cristiano kinkaði kolli. Rino dró fram byssu sem hann hafði geymt fyrir aftan bak. „Þessi ungfrú hérna heitir Frelsi að eftirnafni. Fornafnið er Magnum 44“.

Ég las Í hendi Guðs eftir Niccolò Ammaniti í sumar (Como Dio Comanda), alveg frábær bók. Hryllingur, spenna, mannleg eymd. Ekki fyrir viðkvæma.

Ein athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s