Endurfundir árgerð 63

6. bekkur, 8. stofaUm helgina voru endurfundir hjá 1963-árganginum í Barnaskóla Akureyrar. Gleðin hófst hjá gamla bekknum mínum með samveru og keiluspili og svo var matur og ball í Lóninu. Það var almennt vel mætt og mikil stemning, góður matur og frábært ball þar sem gamlir slagarar voru rifjaðir upp og dansgólfið var troðið allan tímann. Mér fannst alltaf mjög gaman í skólanum, mér gekk vel að læra, átti góðar vinkonur og var skotin í strákunum í bekknum (mest í Valda B og Þorsteini Hjalta), og ég vildi ekki skipta yfir í Lundaskóla þegar hann var stofnaður rétt hjá heimili mínu í Víðilundinum. Í mínum bekk voru frábærir krakkar og oft glatt á hjalla þótt við séum öll mjög alvarleg á bekkjarmyndinni frá 1976. Við vorum að mig minnir 27 í bekknum, á myndina vantar a.m.k. þrjá. Við erum öll við hestaheilsu,  lifum góðu lífi og finnst mjög gaman að hittast en þetta er í þriðja sinn sem við gerum okkur glaðan dag saman. Næst er stefnan tekin á fimmtugsafmælisárið, 2013.

7 athugasemdir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s