Í Menntaskólanum í Kópavogi á að skera niður í rekstri um 65 milljónir króna skv. fjárlögum. Það þýðir að það þarf að segja upp 10 kennurum og hafna um 100 umsóknum nemenda. Hvað fara þessir kennarar að gera? Þeir fara flestir á atvinnuleysisbætur. Hvað gerir þetta unga fólk sem hvergi fær skólavist? Það er viðbúið að það fari flest á atvinnuleysisbætur, hangir svo í tölvunni og yfir sjónvarpinu, leiðist út í afbrot og fíkniefni, þunglyndi og örvæntingu. Er öruggt að þetta sé einhver sparnaður þegar horft er til lengri tíma? Það eru nógir peningar til, er etv hægt að hagræða og nota peningana skynsamlegar í stað þess að skera niður?
Þetta er auðvitað enginn sparnaður. Þvert á móti.
Nei þetta er ekki sparnaður, það á að auka framlegð frekar og hagræða þannig, þýðir ekkert að hafa 10-15% þjóðarinnar á bótum, betra að hafa hjól atvinnulífsins á snúningi og hagræða á annan hátt ! Ég er á móti að lækka laun og segja upp fólki, – atvinnulífið verður að snúast áfram annars verður hér algjör stöðnun og við í áratugi að komast uppúr þessari „kreppu“…engar launalækkanir og uppsagnir, – reyna allt annað fyrst !!
Drengur, reyndu að tala við Steingrím!
Ég er einmitt að undirbúa fund með Steingrími og Katrínu J. í fyrramálið. Kannski að maður spyrji þau eitthvað?
Hinsvegar veit ég svarið. AGS.
Sem og ég gerði í morgunn. Svarið var einfalt, og sama svarið við öllum „Hversvegna að skera niður x“
Betra að taka ömurlegheit í fá ár en að ná sér aldrei upp úr vítahring vaxtagreiðslna. Framhaldsskólar fóru undir 7% niðurskurðinn sem átti að vera og niður í 5%. Restin lendir á menningu og háskólum. S.s. 10%.
Ef kýrin fær ekkert að éta færðu hvorki mjólk né kjöt en fóðurkostnaður minnkar verulega! Þótt á pappírunum virðist sem eitthvað hafi verið sparað en í raun er bara verið að færa aura milli vasa og verið að vinna stórtjón sem tekur mörg ár að bæta. Gerum eitthvað annað en að ráðasta á mennta- og heilbrigðiskerfið, eru engar nýjar hugmyndir í gangi? Hættum við eða bíðum með fjárfrekar framkvæmdir á þjóðvegunum (lágmarksviðhald), flytjum inn færri tegundir af kexi og shampooi, leggum niður sendiráð, drögum úr ferðalögum á fundi, ráðstefnur og íþrótta- og menningarviðburði erlendis, hættum að ausa peningum í bið- og eftirlaun handa bankastjórum og afdönkuðum pólitíkusum (bráðabirgðalög á liðið), höldum að okkur höndum en drepum ekki það sem skilar okkur alvöruhagnaði þótt síðar verði: menntuðum og upplýstum þjóðfélagsþegnum.
Ég er sammála þér frænka, nema að því leyti að ég tel að framhaldsskólarnir sinni ekki hlutverki sínu í að mennta fólk. Það er eitt að fara í gegnum áfanga og annað að læra. Sem og að mér finnst við vera komin ansi nálægt mörkunum í fjölda þeirra sem útskrifast úr háskólum.
Stúdentsprófið er ekki svipur hjá sjón, hver meðalskussi sem er sæmilega gefinn og iðinn getur lufsast í gegnum það án þess að hafa menntast eða mannast nokkuð að ráði. Það er í hendi hvers og eins hvernig hann nýtir sér þau tækifæri sem bjóðast. Það er mas. orðið svo að þótt fólk sé komið í háskóla getur það varla komið frá sér óbjagaðri efnisgrein á móðurmálinu og veit almennt voða lítið um fátt…