Stúlkan sem lék sér að eldinum

Sjarmatröllin Nyquist og RapaceLoksins gafst mér tími til að fara í bíó og sjá Stúlkuna sem lék sér að eldinum. Í myndinni var stiklað á mjög stóru úr bókinni og margt vel gert en auðvitað er ekki hægt að hafa allt með úr 700 síðna bók. Ekki nýtti leikstjórinn sér nógu vel t.d. að leika sér með möguleikana í íbúð Lisbeth á Lundagatan eða dramatisera endurfundi hennar við föður sinn en sá var ekki nándar nærri nógu afskræmdur þótt ljótur væri. Þá var Niedermann ekki alveg nógu ógnandi fannst mér. Það gladdi mig að Miriam Wu er nauðalík Steinunni vinkonu minni Haralds! Myndin var fín og nú er bara að bíða eftir þeirri þriðju og síðustu og vona að reyfarar framtíðar verði jafngrípandi og Millennium-syrpan.

Ein athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s