Ég er mikið að spá í þýðingar þessa dagana. Ég velti fyrir mér því sem ein persónan í sjónvarpsþætti sagði í kvöld: I just wanted to make her happy. Af hverju er það alltaf þýtt sem: Mig langaði bara að gera hana hamingjusama? Ég sting upp á: Ég vildi bara gleðja hana.
Ég er nú bara mest hissa á því að þú skulir hafa horft á sjónvarpið, miðað við lestrarlistann þá er þetta næstum bók á dag!
öflug systir !!!
Já, maður er að hnoðast með sömu bókina vikum saman….