Flugstöð og fjárdráttur

Eru menn í alvöru að tala um að byggja nýja flugstöð í Reykjavík? Á forsíðu Fréttablaðsins í dag segir að hún muni kosta einn milljarð. Hann mætti nota í margt nytsamlegra. Í blaðinu segir að „aðstaða innanlandsflugsins sé óviðunandi“ og að stöðin verði létt og síðar megi auðveldlega fjarlægja hana. Til hvers þá að byggja hana fyrir alla þessa peninga?  Og hvernig er aðstaðan óviðunandi, ætlar einhver að dunda sér  þessari flugstöð meira en hann þarf? Er þetta ekki bara bruðl og óráðsía? Og annað af forsíðunni: „Fyrrverandi starfsmaður Kaupþings kærður fyrir hundruð milljóna fjárdrátt. Hafði fé af viðskiptavinum“. Hvernig er glæpur starfsmannsins öðruvísi en bankastjóranna sem engum kærum sæta? Voru þeir ekki líka að ræna viðskiptavinina?

2 athugasemdir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s