Safn portúgalskra ljóða frá 1900-2008 í snilldarþýðingu Guðbergs Bergssonar:
ÞAÐ ÞARF ENGINN AÐ SEGJA MÉR
Það þarf enginn að segja mér
að aspir veki veruleikann með nekt sinni
þegar sólin umvefur þær, stoltar, einmanalegar,
hnarreistar við vatnborðið.
Úr fjarlægð nálgast menn með báta
Og vaða fljóið upp í klyft.
Folarnir hlaupa frjálsir um eyjarnar
en fara síðan um stíga
með ólar gyrtar um kviðinn
João José Cachofel (1920-1982)
GEITURNAR
Alls staðar þar sem er hálent og jörðin hrjóstrug eru geitur, svartar, afar kvenlegar að skoppa af einum steini á annan. Frá því ég var lítill hef ég verið hrifnn að þessum gálum. Ég átti eina, afi gaf mér hana og kenndi mér að nota hana þegar ég væri þyrstur, þrútnu volgu júgrin sem hendurnar léku við mjúklega áður en munnurinn færðist nær, svo mjólkin spýttist ekki um andlitið, hálsinn, brjóstið, og jafnvel, eins og stundum gerðist, hver veit nema að ásettu ráði, um litla ilmandi gatið. Geitin hét Malta og var hesturinn minn og hver veit nema fyrsta konan.
Eugénio de Andrade (1923-2005)