Fyrsti sunnudagur í aðventu. Stórfjölskyldan kom saman hjá Þuru og gerði laufabrauð að fornum sið. Pabbi sauð hangikjöt af veturgömlu. Inga lætur ekkert hagga sér en saumar út oggulítinn bangsa í vöggu.
Takk fyrir samvinnuna og samveruna í gær – þetta voru minnst 300 kökur – mér finnst rétt að það komi fram – deigið heimagert und alles….. ekkert helv. bakaríisbruðl….
Já, 300 kökur minnst, alveg rosalega gott laufabrauð, vel steikt, stökkt og brakandi með listilegum útskurði. Ég át fjórar strax í gærkvöldi svo það minnkar ört í stabbanum.
Takk fyrir samvinnuna og samveruna í gær – þetta voru minnst 300 kökur – mér finnst rétt að það komi fram – deigið heimagert und alles….. ekkert helv. bakaríisbruðl….
Já, 300 kökur minnst, alveg rosalega gott laufabrauð, vel steikt, stökkt og brakandi með listilegum útskurði. Ég át fjórar strax í gærkvöldi svo það minnkar ört í stabbanum.
Myndarlúkur eruð þið frænkur mínar, ekki að spyrja að því. EEEEn, það er harðbannað að snerta laufabrauðið fyrr en 24/12 kl. 18:00!
Yfirleitt eru í mesta lagi 5 kökur eftir á jólunum. Svona er græðgin í manni.
Myndarlúkan hún Inga, – svo einbeitt á svip !!