Áströlsk bomba með karamellukremi

235g döðlur

1 tsk matarsódi

120g mjúkt smjör

5 msk sykur

2 stk egg

3 dl hveiti

½ tsk salt

½ tsk vanilludropar

1 1/3 msk lyftiduft

Þeytið smjör og sykur vel saman og bætið eggjunum í, einu í senn. Þeytið vel og blandið síðan hveitinu, saltinu og vanilludropunum saman við. Bætið lyftiduftinu út í. Setjið döðlurnar í pott og látið vatn fljóta yfir. Látið suðuna koma upp, slökkvið á hitanum og látið döðlumaukið standa í pottinum í 3 mínútur. Bætið matarsódanum útí. Hellið ¼ bolla af döðlusoðinu út í og hrærið varlega. Blandið öllu döðlusoðinu útí að lokum. Smyrjið u.þ.b. 8 cm hátt lausbotna form, sem er 24 cm í þvermál, og setjið deigið í formið. Bakist í 30 – 40 mín við 180°C. Berið fram með þeyttum rjóma og karamellusósu:

120g smjör

115g  púðursykur

½ tsk vanilludropar

¼ bolli rjómi

 Soðið við vægan hita í 3 mínútur. Hrærið í á meðan.

5 athugasemdir

  1. Hef fengið þessa köku hjá tveimur fyrirmyndarhúsmæðrum, Guffu og Signe. Algjört æði með rjóma. Ætla að baka hana um helgina, myndir koma síðar…

  2. Það ert þú svo sannarlega, aldrei hef ég komið til þín öðruvísi en að fá höfðinglegar móttökur, bakkelsi og nýmalað kaffi. Og eru ekki enn betri veitingar framreiddar í nýja eldhúsinu?

  3. Þessi dýrindis kaka var bökuð í sumarbústað um helgina og stóð undir öllum væntingum. Reyndar gleymdist að hafa sykur með í farangrinum og eftir mikla leit í skápum hússins fannst kanelsykur í krús og var hann notaður.Það passaði bara mjög vel. Svo var ekkert lausbotna form, 24 cm í þvermál, í húsinu svo deiginu var bara skellt í eldfast mót og það kom ekki heldur að sök. Það er ekkert að marka uppskriftir.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s