Ævisaga Vigdísar Finnbogadóttur er hátt á fimmta hundrað síður, með myndum og heimildaskrá. Það er gaman að lesa hana, hún er vel skrifuð og skemmtileg. Bókarkápan er hins vegar hræðileg, afar vond ljósmynd hjá JPV. Gleðilegt að fyrirmyndarkonan og forsetinn ástsæli skuli hafa verið með minnimáttarkennd sem unglingur og þjáðst af freknum og feimni, óöryggi og fullkomnunaráráttu og sem ung kona hafi henni fundist hún hafa klúðrað öllu lífi sínu, hætti í skóla og skildi við eiginmanninn. Þetta er samt eins konar glansmynd, ekki fær maður neitt að vita t.d. um uppruna dótturinnar, leyndarmálið bak við eilífa æsku Vigdísar (lýtaaðgerðir?) eða um ástarlíf hennar – enda kemur manni þetta náttúrulega ekkert við þótt mann blóðlangi að vita það. Ritdómur á leiðinni í mbl en birtur hér fyrir mína dyggu lesendur.
af hverju er dyggu með y – ég bara spyr??? er það komið að dugnaður eller???
Diggi liggi læ læ diggi liggi lææææ………..það er ekki með Y !
Frábær ritdómur !..eins og þér er einni lagið…átt skilið kertastjaka af bestu gerð 🙂
…eða um pólitíska loftfimleika
Gallinn er nú sá með svona ævisögur lifandi fólks að það vantar oft þessa krassandi hluti sem maður er forvitinn um.