Þá er búið að skrifa jólakortin í ár, við kertaljós og jólasálmasöng. Þeir ættingjar og vinir sem eru í náðinni fá risastórt kort með fermingarmynd af Ingu, glóandi af gleði og bjartsýni. Þegar ég var á hennar aldri var ég frekar týnd og vissi ekkert í hvorn fótinn ég átti að stíga. Veit það varla enn…
Þá kemur það í ljós á aðfangadagskvöld hvort maður er í náðinni eða ekki..
Frábær mynd!
Ég er viss um að fá svona mynd !! Hlakka mikið til 🙂
Geng út frá því að fá svona sæta mynd af ykkur
Knús
Hann Binni minn er laginn með myndavélina.
Og svo eru fyrirsæturnar voða sætar.