Aðventa

Í dag komu góðir gestir í Hrauntungu. Magnús „litli“ og Inga átu og skreyttu piparkökur og við Sossa þömbuðum glögg, pabbi kom með vísnagátur og gamanmál og Gunna og fjölskylda litu inn en þau voru í kaupstaðarferð. Ég var búin að baka áströlsku bombuna sem var étin upp til agna. Svo skruppum við Inga um sjöleytið til Steinunnar Har og Grétars í dýrindis kjúklinga- og grænmetissúpu. Um kvöldið var afmæliskaffi á Vatnsenda hjá Bryndísi Heiðarsdóttur. Svona er aðventan, allir á ferð og flugi, líf og fjör.

3 athugasemdir

  1. Ég rembist við að gera glögg, Didda hefur gott nef fyrir slíku og kemur reglulega og klárar úr pottinum, Líney var líka liðtæk í dag.

  2. Góðar voru veitingar þó ekkert fengi ég glöggið enda kvað það vera göróttur drykkur í meira lagi eða það minnir mig.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s