Engin jól eru án jólaboða

Við systur skiptumst á að halda  jólaboð á annan í jólum fyrir stórfjölskylduna þar sem mamma og pabbi eru heiðursgestir. Í ár var boðið hér í Hrauntungu og var glatt á hjalla. Gunna sá um glæsilegan forrétt, Brynjar eldaði dýrindis nautasteik með eðalsósu eftir kúnstarinnar reglum og Þura bauð uppá berjaís undir heitum marenshjúpi. Svo var farið í pakkaleikinn fræga og gantast fram á kvöld. Allir voru mættir nema Óttar V sem er í vellystingumí sveitinni en Arnþór Brynjarsson sá um að halda uppi stuði í hans stað. Hér er uppskrift af kartöflumús sem var í boðinu og er einstaklega jólaleg (sjá fremst á myndinni í ferköntuðu eldföstu móti):

JÓLALEG KARTÖFLUMÚS MEÐ PEKANHNETUM

3-4 meðalstórar sætar kartöflur (1 kg), 70 g smjör, 1 msk púðursykur, 1 tsk kanell, negull á hnífsoddi og slatti af pekanhnetum. Aðferð: Skræla kartöflurnar og skera í bita, sjóða í léttsöltu vatni í 10-15 mín. Stappa með gaffli eða hræra örstutt í Kitchen Aid. Blanda saman bræddu smjöri, púðursykri, kanel og negul (kanli og negli?) og hræra útí kartöflumúsina. Setja í eldfast mót, strá pekanhnetum yfir og baka í 10-15 mín, ca. 200°C.

3 athugasemdir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s