Árið 2009 var mörgum þungt í skauti. Þegar ég lít um öxl er mér efst í huga erfið veikindi foreldra minna á árinu. Svo er kreppan að herða takið og áhrifa hennar farið að gæta verulega í samfélaginu. Ég sé soldið eftir að hafa ekki verið duglegri að halda sambandi við vini og ættingja á árinu. En það gerðist margt gott 2009. Fermingardagur Ingu var frábær og Óttar sneri heim frá útlöndum. Húsbílareisan í sumar var skemmtileg, endalaus sól og sumar á hinum fögru Vestfjörðum, Snæfellsnesi og víðar. Endurfundir nemenda í Barnaskóla Íslands á haustdögum voru stórskemmtilegir, Budduleikar með frænkum mínum lifa lengi í minningunni, stórafmæli vina og ættingja bar upp á árið, sumarbústaðaferðir, matarboð og leikhús lyftu andanum ásamt miklum bóklestri, samveran við systur mínar er góð og mikilvæg. Tíkin Arwen varð heimilisföst hjá okkur og er mikill gleðigjafi. Ég hlakka til ársins 2010. Eftir því sem aldurinn færist yfir verður manni ljósara að mikilvægast af öllu í lífinu er góð heilsa, fjölskylda og vinir. Gleðilegt nýtt ár tígursins!
Satt segir þú systir, það sem er mikilvægast er heilsan, fjölskyldan og vinir manns… maður á að þakka fyrir meðan maður hefur heilsu og getu til að gefa af sér og njóta lífsins sem er svo hverfult og ófyrirsjáanlegt !
erfitt ár – gott að því er lokið og nýtt ár tekið við með bjartsýni, birtu og yl