Himinninn yfir Þingvöllum

Lauk í gær við Himininn yfir Þingvöllum eftir Steinar Braga. Þrjár langar smásögur sem snúast um einmana  fólk, firrt og geggjað. Flottar sögur um vonleysi, heimsendi, glötun. Einkum var ég hrifin af síðustu sögunni sem birtir myrka framtíðarsýn, sjórinn er gufaður upp, borgirnar auðar og varla nokkurt líf að sjá. Þrjár manneskjur þrauka á borpalli í miðri eyðimörk, týndar og tröllum gefnar. Miðsagan er um kærustuparið Davíð og Önnu, átakanleg saga, full af tilvistarspeki og furðum. Fyrsta sagan er um hinn einræna Emil sem fær ókunna stelpu í heimsókn til sín og hún setur líf hans úr skorðum. Þetta er flottur texti, persónurnar vel útfærðar og spennan á milli þeirra mögnuð, andinn drungalegur og ógnvekjandi. Sannkallaðar hryllingssögur.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s