Ég vek athygli dyggra og útvalinna lesenda minna á því að nú er hægt að lesa bókmenntagagnrýni mína hér á síðunni (frá árinu 2000 og til vorra daga). Þetta efni hef ég dundað við að grafa upp og brotist í gegnum myrkviði WordPress með hyggjuvitið eitt að vopni. Ef til vill vantar einhverja dóma en þetta er mestallt hér samankomið. Ef stemning er fyrir því, mun ég setja inn fjölmiðlapistlana mína sem ég skrifaði í Moggann á árunum 2001-2003. Njótið vel.
Þú ert snillingur – já endilega birta pistlana líka
Dugnaður er þetta systir góð ! Enda ertu ofur klár í þessu !
Ég vil allavega sjá pistilinn um David Attenborough, hann var snilld 🙂
…sem og allir hinir, auðvitað…
…allt uppá borðið….
enda unun að lesa og hlusta á það sem kemur frá þér mín kæra..