Þessi uppskrift varð til í pottunum um helgina, einföld, ódýr og bragðið kemur skemmtilega á óvart!
Tvær til þrjár kjúklingabringur (ein á mann, mega vera frosnar)
Sæt kartafla, 1-2 tómatar, 1 laukur, 3-5 hvítlauksrif, 1 epli (með hýðinu), 10-15 döðlur
3-4 msk af Patak´s Madras Curry Paste, (cumin and chili, hot) eða öðru góðu karríi. Hræra það út í slatta af matarolíu
Aðferð: Setja bringurnar í eldfast mót. Skera grænmetið gróft niður og dreifa yfir, demba svo döðlunum ofan á, þær eru aðalmálið í þessum rétti. Hella karríolíumaukinu yfir. Pipra örlítið. Inn í ofn, þar til bringurnar eru eldaðar í gegn, gott að hafa álpappír yfir mótinu, döðlurnar mega ekki brenna. Hrísgrjón með og spínat ef vill.
nammi namm…..prófa þessa einhvern daginn !
hljómar vel
Þetta hljómar líbanskt. Dáist að þér að geta búið til eitthvað svona, ja bara sisvona.