Góð kaup

Skellti mér á bókamarkaðinn í Perlunni og gerði þessi líka reyfarakaup á öndvegisritum: Aðalgeir Kristjánsson. Síðasti Fjölnismaðurinn, ævi Konráðs Gíslasonar. 990 kr. Benedikt Gröndal: Rit 2. 495 kr. Brynjúlfur frá Minna-Núpi: Saga hugsunar minnar. 990 kr. Gils Guðmundsson. Í nærveru sálar, Einar Hjörleifsson Kvaran, Maðurinn og skáldið. 390 kr. Guðrún P. Helgadóttir: Brautryðjandinn Júlíana Jónsdóttir skáldkona. 490 kr. Kristmundur Bjarnason. Lífsþorsti og leyndar ástir. Svipmyndir úr lífi Gríms Thomsens og nokkurra samferðamanna hans. 490 kr. Oddný Guðmundsdóttir frá Hóli á Langanesi: Skuld. 495 kr. Svo keypti ég eina bók til viðbótar og gaf í afmælisgjöf, samtals var þetta 5325 kr fyrir 8 eigulegar bækur sem ég ætla að lesa næstu vikur og á ferðalaginu í sumar. Gamlar bækur eru á sæmilegu verði á markaðnum en nýlegar alltof dýrar. Hand- og fræðibækur eru líka of dýrar. Þarna var fullt af fólki og góð stemning.

3 athugasemdir

  1. Ég byrjaði auðvitað á Oddnýju sem er heitt í hamsi. Bók hennar, Skuld, segir frá vinnukonu sem giftist á stöndugan bæ í lok 19. aldar, þá táldregin af syni sýslumannsins. Oddný fjallar um smælingja og niðursetninga, kvenréttindi, nýjar aldarhætti, breytta búskaparhætti og barnauppeldi af miklum eldmóði. Tilfinningalíf aðalsöguhetjunnar er flókið, þrungið hatri og beiskju sem eitrar allt fjölskyldulíf hennar. Þetta er bara ekki nógu vel skrifað hjá Oddnýju, slitrótt og gloppótt og samtölin eru sum alveg úti í móa. Veit ekki alveg hvert hún er að fara með þetta. Ég er rúmlega hálfnuð með bókina og söguhetjan er að verða níræð…

  2. Eftir á að hyggja er þetta bara ágætis bók hjá Oddnýju. Sagan hefst á hjúkrunarheimili í Skriðufirði þar sem aðalpersónan, Una, er orðin 107 ára en víkur svo strax til fortíðar þegar hún gerist vinnukona á niðurníddu koti hjá nirfilshjónum skömmu fyrir aldamótin 1900. Eftir miðbik sögu er hjúkrunarheimilið orðið sögusviðið á ný og við kynnumst nýjum persónum, sjúklingum og starfsfólki heimilisins sem tekur sig til og skrifar sögu kerlingar. Margir kallar hafa skrifað verri bækur en þetta og fengið bæði meiri jákvæða athygli og umfjöllun, listamannalaun og sess í bókmenntasögunni.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s