Fékk þessa hollu kökuuppskrift frá þjálfaranum í Hreyfingu, rosalega góð. Nú eru þrjár vikur búnar af átakinu, eitt kíló fór í viku tvö og hálft er komið aftur á sinn stað. Ég er nú ekki í neinni megrun en er mun lögulegri og liðugri og fíla mig í botn, rennsveitt í spinning, lóðalyftingum og magaæfingum.
Sunnudagssúkkulaðikaka
100 g möndlur, 100 g kókosmjöl, 2 msk rifið appelsínuhýði, 250 g döðlur, 2-3 msk hreint kakóduft, 1/2 msk hreint vanilluduft. Allt sett í matvinnsluvél og þjappað ofan í form og sett í frysti.
Súkkulaðikrem
1 dl kaldpressuð ólífu- eða kókosolía, 1 dl hreint kakóduft, 1/2 dl agave síróp. Setjið olíuna í skál sem er svo sett ofan í heitt vatn svo hún verði fljótandi. Hrærið svo restinni saman við og berið ofan á kalda kökuna.
Ég gerði þessa köku snarlega í gær og hún er mjög góð. Ekki láta hana ganga of lengi í matvinnsluvélinni, betri ef hún er grófhökkuð.
er þetta ekki kakan sem Solla græna var með á námskeiðinu sem við fórum á ???
Jú nokkurn veginn. Bæði holl og bragðgóð, sérstaklega kemur kremið á óvart og má nota á hvaða köku sem er til að losna við smjörlíki og hvítan sykur. Mynd verður birt í kvöld!
hvernig væri að bjóða manni einhvern tímann í kaffi í stað þess að ausa yfir mann uppskriftum????
Mikið er ég sammála Þuru systir – myndir segja margt en ekkert jafnast á við smakk!