Í dag var keyptur nýr ísskápur á heimilið. Ég vildi vera ísskápahönnuður, þessi þarfaþing hafa bara ekkert breyst gegnum árin í takt við neysluvenjur nútímafólks. T.d. ættu ávallt að vera amk. tvær eða þrjár grænmetis-/ ávaxtaskúffur sem hægt væri auðveldlega að taka út svo maður þurfi ekki að bogra inní ísskápnum við að velja hráefni. Svo á ekki að vera hilla í hurðinni þar sem skúffan er, bara renna skúffunni hindrunarlaust út úr skápnum. Svo er alveg nóg að hafa lítið frystihólf (fyrir ber og klaka í boostið) neðst í skápnum, ekki efst, og óþarfi að spandera í 3 frystiskúffur, amk. fyrir þá sem eiga kistu. Blástur er bara óþarfi og bruðl, ég lærði það í dag en flöskuhilla getur komið í góðar þarfir. Ég skellti mér líka á eina brauðrist þar sem mín gamla blés eldglæringum um daginn. Sú nýja er 1100w sem er víst algjört möst, hún glóðar tvær brauðsneiðar á nýju brautarmeti og er líka geðveikt retró. En þessi tæki voru svo rándýr að nú hef ég hvorki efni á brauði í ristina né mjólkursopa úr ísskápnum – fyrir utan það að skápurinn passar ekki í innréttinguna svo ég verð að rífa helminginn af henni niður…
Brauðristin er ekkert smá kúl. Verst með brauðleysið.
Gleymdi að geta þess að skápurinn sér náttúrulega um það sjálfur að „afþýða og afhríma“, það er ekki spurning.