Ódáðahraun

Lauk við Ódáðahraun eftir Stefán Mána í gær. Þetta er krimmi sem fjallar um hálftröllið Óðin sem er díler og glæpon en dregst inn í heim fjárglæfra og hlutabréfabrasks og er þar eins og fíll í postulínsbúð… Bókin byrjar vel, æska og uppeldi Óðins er alveg óborganlegt en svo dettur botninn úr því. Það eru góðir sprettir en kvenpersónur bókarinnar eru svo grunnar og einhliða að það er bara hrikalegt. Svo er ég búin að fá svo nóg af íslensku viðskiptalífi að ég hljóp mjög hratt yfir kaflana um yfirtökur og hluthafafundi… Það er einhver fljótaskrift á þessari bók, hún er hins vegar efni í magnað kvikmyndahandrit.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s