Ég hafði ekki lesið neitt eftir Yrsu Sigurðardóttur þegar ég greip með mér bók hennar, Horfðu á mig, á bókasafninu. Verð að segja að hún var svo spennandi að ég gat ekki hætt að lesa. Þrusugott plott, skemmtilegar persónur og málalok sem komu á óvart.
Nú, qua, maður þarf að tékka á henni, hef forðast hana eins og heita gosösku því leshringsmeðlimir hafa nú ekki verið svo hrifnir. Hvað vita þeir svo sem…
Sé að það er komin ný og flott tilvitnun í Gubba á forsíðunni.
… mér finnst þetta sísta bókin hennar nema að vera skyldi AUðnin……. svo kannski ættir þú að lesa hinar
Ég er búin að lesa allar nema þessa, eftir að ég las Auðnina í fyrra ákvað ég að ekki skyldi lesið meira eftir hana – en fyrri bækurnar eru góðar..