Seðlabankastjóri

Hvað er svona merkilegt við það að vera seðlabankastjóri?  Er það eitthvað sérstakt? Hví þarf hann svona hátt kaup og margs konar fríðindi? Hvað er eiginlega í starfslýsingunni hans? Á hann að passa að þjóðarbúið fari ekki til fjandans? Á hann að gæta þess að gjaldmiðill landsins verði ekki verðlaus? Á hann að sjá um að vextir verði viðráðanlegir og að skuldir heimila, fyrirtækja og stofnana vaxi ekki yfir öll mörk? Ber  hann ábyrgð á því sem hann klúðrar og þarf að bæta fyrir það? Á hann að vera flekklaus, óspilltur, með hreinan skjöld og bera almannahag fyrir brjósti? Ekki sýnist mér það. Fyrir hvað á hann að fá mörgum sinnum hærri laun en aðrir stjórar ríkisins, skrifstofumenn og „blýantanagarar“?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s