Framboð

Ég hef verið að horfa á framboðsþætti til sveitarstjórnarkosninga í Kastljósi. Þar er farið yfir stöðuna í  hverju plássi, spjallað við landsbyggðarfólk og sýndar fallegar myndir af húsum og landslagi, farið á bryggjuna og í kaupfélagið. Menn eru frekar slakir yfir þessum kosningum, allflestir. Frábærir þættir eins og allt sem Gísli Einarsson kemur nálægt með einlægni sinni, glettni, mannskilningi og tilgerðarleysi. Á eftir leigðum við okkur mynd, Harry Brown, með sjarminum Michael Caine. Myndin gerist á Englandi og segir frá ekkjumanni sem lendir átökum við uppivöðslusama  unglinga/glæpagengi. Er skemmst frá því að segja að myndin var blóði drifin og hrikaleg og ég held að allir sem ætla að bjóða sig fram til þings eða sveitarstjórna og ætla að starfa í þágu almennings og samfélags ættu að horfa á hana. Svona (eins og í myndinni) fer fyrir fólki sem kerfið bregst, það býr við kröpp kjör í skítahverfi, án atvinnu, skólinn er lélegur, það kann enga mannasiði og lendir í dópi og rugli. Hvernig verða dreggjar samfélagsins til og hvað ætlum við – og frambjóðendurnir – að gera til þess að koma í veg fyrir að aðstæður verði svona í okkar samfélagi?

Ein athugasemd

  1. Ég horfði einmitt á þessa mynd ekki alls fyrir löngu og var orðinn fylgjandi því að settar yrðu upp leyniskyttur á hæstu þök sem myndu svo bauna á alla sem væru annaðhvort að slæpast eða gera eitthvað af sér.

    Ég var ekki sömu skoðunnar morgunin eftir.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s