Fór að sjá Af ástum manns og hrærivélar í Þjóðleikhúsinu eftir Ilmi Stefánsdóttur, leikarana og leikstjórann, Val Frey Einarsson. Alveg fáránlega drepfyndið leikrit, Kristán Ingimarsson og Ólafía Hrönn eru algjörlega æðisleg. Það er varla hægt að lýsa þessu með orðum, þetta er farsi, sirkus, öfgar og djók með tregafullum undirtóni. Hreyfingar leikaranna voru algjörlega samstilltar og tímasetningar ótrúlega nákvæmar. Tónlistin var snilld, hið fræga Trolo-lolo hljómaði þarna meðal annars ásamt krúttlegum söng Ólafíu í laginu „Bakraufarmök“. Fáránlegar, vélrænar og tilgangslausar athafnir persónanna voru til að reyna að breiða yfir sorg og ófullnægju. Heimilistækin gengdu mikilvægu hlutverki og notkun þeirra var bráðfyndin og algjörlega absúrd. Báðir leikarar stóðu sig frábærlega, Ólafía er ekta búkona, röggsöm en mjúk og fjaðurmögnuð í hreyfingum og Kristján er afskaplega liðugur og sjarmerandi, svipbrigði hans og hreyfingar eru sífellt túlkandi, hann er frábær leikari. Atriði með strákúst, með lampaskerma, ryksugu, steypuhrærivél, straurúllu… þetta var bara snilld!
Myndir greinilega teknar á æfingu þegar verkið er enn í mótun.
tær snilld
væri gaman að sjá þetta 🙂
Fullkomlega absúrd sýning – og ótrúlega skemmtileg – ég bókstaflega grét af hlátri yfir veitingahúsatriðinu í lokin…