Þegar kóngur kom

Ég var að lesa Þegar kóngur kom eftir Helga Ingólfsson. Sagan gerist í konungsheimsókninni 1874, skemmtileg bók, byggð upp eins og glæpasaga í formi dagbókar eða frásagnar einnar persónunnar, skólapiltsins Móritzar. Ung stúlka og lausaleiksbarn hennar finnast látin í grænni lautu einmitt þegar hátíðahöldin standa sem hæst.  Saga stúlkunnar er átakanleg og örugglega ekki einsdæmi á þessum árum. Hjaltalín læknir og Móritz standa í stórræðum við lausn málsins ásamt Borgfjörð lögregluþjóni en rannsóknin má ekki skyggja á heimsókn konungsins. Margar þekktar (karl)persónur koma við sögu, s.s. Matthías Jochumsson, Steingrímur Thorsteinsson, Sæfinnur á 16 skóm, Gestur Pálsson og sjálfstæðishetjan Jón Sigurðsson sem sýndur er í óvæntu ljósi. Lýsingar á skólalífinu eru fróðlegar og sviðsetning Reykjavíkurlífsins afar lifandi, híbýlin er myglaðir torfkofar eða heilsuspillandi skúrar, göturnar drullusvað, maturinn fábrotinn og ólystugur, fatnaður fólks lélegur og skjóllítill. Almúginn er kúgaður, fáfróður og skítugur, yfirstéttin spillt og meðal hennar hlægilegar höfðingjasleikjur. Andstæður milli stétta og kynja, ríkra og fátækra, menntaðra og ómenntaðra eru skarpar og hrikalegar. Samtöl eru hressileg, persónugalleríið stórskemmtilegt, spennan helst út í gegn. Vel skrifuð (aðeins of mikið af latínuslettum) og skemmtileg bók með mögnuðum persónu- og þjóðfélagslýsingum.

Ein athugasemd

  1. Nú var ég að lesa að bókin þessi hefði fengið Blóðdropann og væri framlag Íslands til Glerlykilsins 2011.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s