Þá erum við lent eftir þriggja vikna hringferð um landið á húsbílnum góða. Það rigndi mest allan tímann sem við vorum á ferðinni en það kom sosum ekki að sök. Teknar voru snilldarmyndir, lesnar yfir 1500 blaðsiður af góðum litteratúr, farið í ótal gönguferðir auk ljúfrar samveru og afslöppunar. Við vorum örþreytt við heimkomuna og hundurinn reisti ekki haus frá bæli í heilan sólarhring. En nú erum við endurnærð og strax farin að plana næstu útilegu. Myndin var tekin þegar skipt var um olíu á bílnum á Blönduósi en þá skein sólin glatt og tóm gafst til að líta í bók. Ferðasagan sem var samviskusamlega rituð jafnóðum verður birt hér á síðunni með myndum innan skamms.
„Innan skamms“ er afstætt enda tíminn eins og vatnið…