Glossinn eða glossið?

Ég fór með Ingu tískulöggu í Kringluna til að kaupa mér snyrtivörur en augnskuggarnir mínir molnuðu í sundur í hringferðalaginu og glossið mitt er uppurið. Inga hefur numið förðun og hárgreiðslu á Youtube og vissi hvað hún söng. Leiðin lá í MAC í Kringlunni og þar fengum við frábæra þjónustu, athygli, áhuga og alúð, sem er nú frekar sjaldgæft í verslunum hérlendis. Í MAC er hægt að kaupa sér box (palettu) og safna svo í það þeim litum sem hentar, mjög sniðugt og eg skellti mér á eitt svoleiðis. Hef margoft keypt mér augnskuggabox þar sem ég nota suma litina aldrei. Ég fékk mér, eftir miklar pælingar, mosagrænan augnskugga („sem dregur fram bláa litinn í augunum“) og er strax komin með augastað á öðrum gylltum sem ég ætla að kaupa í næsta mánuði, svo keypti ég æðislegan varalit og varablýant í stíl. Ég hætti alveg við glosskaup og fékk mér mjúkan og rakagefandi varalit,  hluti af andvirðinu rennur í sjóð til styrktar alnæmisrannsóknum í heiminum. Það vakti athygli mína að bæði Inga og afgreiðslustúlkan nota orðið gloss í karlkyni: „Þessi gloss er æðislegur…“ Ekki var þetta sérlega hagkvæmt eða ódýrt, kostaði rétt rúmar 11.000 kr. en ég er afar ánægð með kaupin og var búin að mála mig með nýja góssinu fyrir níu í morgun.

5 athugasemdir

  1. Hann glossinn, já merkilegt. Þetta er algerlega hvorugkyns í mínu (vara)máli. Kannski áhrif frá kk. koss? Svo fínn koss með þessum gloss.

  2. Það glossið, ekki spurning! Æðislegt gloss….. Já ég á líka fullan skáp af ónotuðum augnskuggum í boxi, ég verð að kíkja í Mac!

  3. Ég er víst sek um að nota gloss í kk. Prófaði að leita að gloss á bin.arnastofnun.is en orðið fannst ekki. Hvað heitir gloss á íslensku… varagljái? En MAC er dásamleg verslun, kona sér aldrei eftir að spreða peningunum þar…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s