Ólafur Jóhann Sigurðsson

„Það hlánaði bæði seint og illa um vorið, spilliblotar komu í halarófu, hver á eftir öðrum, – hann fraus, snjóaði og rigndi á víxl, loftið var ýmist hlætt eða nístandi, fjallið ýmist dílótt eða hvítt. Í gær flóðu bæjargöngin i leysingarvatni og torfsnyddurnar héngu í blautum lufsum milli raftanna, en ásælnir og frekir dropar runu viðstöðulaust eftir merkilega krókóttum farvegum ofan skarsúðina í baðstofunni og niður á gólf, – já mynduðu litla meinleysislega polla, sem þöndust út fyrr en varði og skutu öngum í allar áttir, líktust jafnvel ögrandi galdrastöfum…“

Ég átti alltaf eftir að lesa skáldsögur Ólafs Jóhanns Sigurðssonar og dreif í því í sumar. Ljóðskáld var hann frábært og ekki síðri rithöfundur, sé ég nú. Ég las Fjallið og drauminn í einum rykk og naut hverrar mínútu og ekki var Vorköld jörð síðri. Allur tilfinningaskalinn undir, ég hló dátt að dæmalausum einræðum og orðatiltækjum Kristjáns á Hamri og grét yfir því hve örlögin léku Sigurlaugu á Rauðalæk grátt. Stíllinn er frábær og þótt náttúrulýsingarnar geti orðið ansi langar eru þær meistaralegar. Og lýsingarnar á aðbúnaðinum á íslenskum sveitabæjum: maturinn, klæðin, húsakosturinn, jesús minn! Og þrældómurinn, baslið og fátæktin án minnstu vonar um betri tíð. Bækurnar segja frá Herdísi Hermannsdóttur, bernsku hennar og fullorðinsárum í sveitinni í byrjun 20. aldar. Þemað er kunnuglegt og minnir um margt á Sjálfstætt fólk. Falleg og góð lesning um réttlæti og ranglæti, vonir og þrár í íslensku stéttskiptu sveitasamfélag, , þar sem gömul gildi eru höfð í heiðri, ekki síst það að vera alltaf góður við minnimáttar.

5 athugasemdir

  1. Þetta er satt og rétt Steinunn mín, málfar, lýsingar á smáatriðum, hæg framvinda og í raun oft ótrúlegt raunsæi höfðar til okkar gömlu sveitamannanna, en ekki þýðir að bjóða þetta unglingum nútímans, einmitt vegna þess að „allt gerist svo hægt“. kv úr sveitinni þar sem nú rignir sallarigningu, og ég flý því til borgarinnar, í tvo daga. kv. Silla Sv.

  2. Njóttu dvalarinnar í syndum spilltri höfuðborginni báða dagana, næst líturðu inn þegar þú hefur meiri tíma, meira stressið í sveitinni!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s