Jæja Steingrímur. Nú er komið að þvi að standa með fólkinu sínu og breyta lánskjaravísitölunni. Kannski er ég bara barnaleg en ég spyr: Hví hangir hún á vöruhækkunum, verðlagi og neyslu? Væri ekki nær að tengja hana við framfærslukostnað, gengi og stöðuna í þjóðfélaginu? Ætti hún ekki að lækka þegar framfærslan hækkar svo fólk nái endum saman? Taktu bensín, brennivín og rafmagns- og kyndikostnað út úr vísitölunni. Láttu ekki líðast að lánin hækki hjá fólki um leið og einhverjir tilteknir vöruflokkar (hvernig voru þeir valdir á sínum tíma?) skrúfast upp í verði. Vísitala er bara mannanna verk og ekki klöppuð í stein. Sýndu að þú meinir eitthvað af því sem þú segir og stattu með þínum skattpíndu og aðþrengdu þegnum.
Algjörlega sammála öllu!
Nema: „…þínum skattpíndu og aðþrengdu þegnum.“
Burt með helvítis vísitöluna. Hún er ekkert annað en eilífðarvél verðbólgunar
heyr heyr
Eins og talað út úr mínu hjarta….hvert einasta orð!!