Hér kemur margumbeðin uppskrift að speltbrauði Sólveigar Eiriks sem hefur verið á borðum í Nuskin-kynningum hjá mér. Uppskriftin er á bls. 58 í Grænn kostur Hagkaupa.
5 dl spelt (fínt eða gróft eða bæði)
1 dl bragð- og þurrefni eins og t.d. músli, sesamfræ, kókosmjöl, hafragrjón, graskersfræ, birkifræ eða annað sem til er í skápnum, rúsínur, 3-4 döðlur og rifin gulrót gera kraftaverk, líka gott að setja sólþurrkaða tómata, hvítlauk eða ólífur
3 tsk vínsteinslyftiduft
1 tsk sjávarsalt (ég set líka krydd frá Pottagöldrum, t.d. ítalskt eða pastakrydd, og smá kúmen. Sumir setja örlítið agavesýróp)
1,5-2 dl sjóðandi vatn
1,5-2 dl ab-mjólk eða soyjamjólk eða bæði
Setja þurrefnin í skál (svo döðlur (smátt skornar), rúsínur, rifin gulrót o.fl.), bæta vökvanum við (vatnið síðast). Hræra lítið og hella svo í aflangt form. Baka í ca hálftíma við 200°C.
Ég hef komist að því að gott er að láta deigið aðeins standa í forminu áður en það fer inn í ofninn (15-20 mín jafnvel).