Austur-Indíafélagið

Ég hef á tilfinningunni að Austur-Indíafélagið viti ekki alveg hvernig veitingahús það vill vera. Þangað fórum við afmælisbörnin þann 7. sl. Það er gott tilboð í gangi í október (fimm réttir á 4990) en desertinn er alltof lítill  og bara hægt að fá eina tegund af hrísgrjónum. Þegar okkur var vísað til borðs stóð tuska og spreybrúsi dágóða stund á næsta borði, sem gerist ekki einu sinni á American Style. Svo virðist sem enginn þjónanna sé faglærður, sumir töluðu enga íslensku og það er sáralítil alúð lögð í þjónustuna. Borðin eru ekki dúkuð en eru snyrtileg, wc-in voru nýlega tekin í gegn. Gestir sitja nálægt hver öðrum á staðnum og oft er hávaðasamt á stórum borðum þegar líður á kvöldið. Verðskráin er eins og á Hilton eða Ritz en maturinn er heitur og hrikalega góður og þess vegna fer ég aftur og aftur þangað til betri indverskur staður býðst.

2 athugasemdir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s